Hvað er CrossFit?

Markmið CrossFit er að auka lífsgæði og heilsu fólks.

CrossFit skilar miklu líkamlegu hreysti á mjög breiðum grunni.

CrossFit kerfið er hannað þannig að hægt er að aðlaga það að getu allra, óháð líkamlegri færni, þess vegna er það tilvalið fyrir hvern sem er.

Sömu æfingar eru gerðar af eldri borgurum og afreksíþróttamönnum, þyngd og ákefð er aðlöguð en kerfinu er ekki breytt.

CrossFit leggur áherslu á að bæta færni á 10 eftirfarandi sviðum:

 mg 5501
1. ÚTHALD

geta líkamans til að safna, vinna úr og bera súrefni

2. ÞREK / ÞOL

geta líkamans til að vinna úr, flytja, geyma og nýta orku

3. STYRKUR

geta vöðva eðs vöðvahóps til að beita afli

4. LIÐLEIKI

geta til að hámarka hreyfingu um liðamót

5. AFL

geta vöðva til að skila hámarks afli á lágmarks tíma

6. HRAÐI

geta til að draga úr þeim tíma sem það tekur að endurtaka ákveðna hreyfingu

7. SAMHÆFING

geta til að sameina nokkrar mismunandi hreyfingar í eina ákveðna hreyfingu

8. SNERPA

geta til að lágmarka þann tíma sem það tekur skipta frá einni hreyfingu yfir í aðra

9. JAFNVÆGI

geta til að stjórna staðsetningu miðju líkamans í tengslum við undirstöðu hans

10. NÁKVÆMNI

geta til stjórna hreyfingu líkamans í ákveðna átt eða stjórna ákefð hreyfingar

CrossFit æfir grunnhreyfingar og hjálpar þér að takast á við allt það sem þú þarft að framkvæma í lífinu,
bæði í leik og starfi

Aukin lífsgæði - lengur!