25.08.2016
Ég hef ekki nægan tíma til að æfa.
- Ég bý hann til !

Ég hef ekki nægan tíma til að kaupa inn, elda og borða hollt.
- Ég bý hann til !

Ég hef ekki nægan tíma til að elta draumana mína.
- Ég bý hann til !

Ég ber virðingu fyrir sjálfum mér
og þess vegna bý ég til tíma til að vinna í minni eigin bestun,
- En þú ?
Metcon
Markmið:
- Jafn hraði í átta og hálfa mín og svo auka hraðann
- kíktu á klukkuna eftir fyrsta hring og haltu þeim hraða
- Reyndu að fara beint úr Sh2Oh í DL og þaðan beint í BJ

Fókus - Góð tækni auðveldar allar hreyfingar !

Sh2Oh:
- Staðsetning staðsetning staðsetning ...
- Stöngin á að liggja ofan á öxlum og viðbeinum upp við hálsinn í dýfunni, spyrnunni og þegar hún lendir aftur eftir pressuna !!!
- Tímasetning í Tn´G
- Stýrðu stönginni niður á axlir, dýfðu þér niður um leið og hún lendir og notaðu spennuna sem myndast til að spyrna stönginni aftur upp
- Stoppaðu örstutt fyrir ofan höfuð til að klára lyftuna örugglega, anda og ná jafnvægi
- Var ég búinn að segja STAÐSETNING !?

DL:
- Haltu stönginni nálægt
- Andaðu frá þér á toppnum
- Fylgdu stönginni yfirvegað niður í gólf og fylltu lungun og spenntu kjarnann rétt áður en stöngin lendir og togaðu hana strax aftur upp

BJ:
- Touch n´Go ef þú getur
- Ef þú ert ekki komin(n) með það, reyndu þá að bæta því við í hluta af hverju setti
- Ef þú ert að fara í Tn´G í fyrsta sinn í WODi hafðu þá í huga að gera ekki meira en 30 rep í heild til að hlífa liðböndum í iljum, ökklum og kálfum við ofurálagi
- Réttu vel úr ofan á kassanum og andaðu frá þér
- Hvíldin í kassahoppi á sér stað uppi á kassanum

MOVE LIKE YOU CARE !!!
Rx: CrossFit Games Open 13.2 (AMRAP - Rounds and Reps)
10 Min AMRAP
5 Shoulder to Overhead 115# / 75#
10 Deadlifts 115# / 75#
15 Box Jumps 24" / 20"
Staðlar:
- 52.5/35 kg stöng
- 60/50cm kassi

Skráðu fjölda umferða og endurtekninga í skor
Sc1: Metcon (AMRAP - Rounds and Reps)
AMRAP 10 mín

4 Shoulder to Oh 40/27.5 kg
8 Réttstöðulyftur 40/27.5 kg
12 Kassahopp 50/40 cm
Sc1:
- Færri rep, 4/8/12
- Léttari stöng 40/27.5 kg
- Lægri kassi, 50/40 cm

Skráðu fjölda umferða og endurtekninga í skor
Sc2: Metcon (AMRAP - Rounds and Reps)
AMRAP 10 mín

3 Shoulder to Oh 30/20 kg
6 Réttstöðulyftur 30/20 kg
9 Kassahopp 40/30 cm
Sc1:
- Færri rep, 3/6/9
- Léttari stöng 30/20 kg
- Lægri kassi, 40/30 cm

Skráðu fjölda umferða og endurtekninga í skor
Endurance
Metcon (AMRAP - Reps)
6x 30s on / 60s off

Kal Róður
Flæði:
- 2 saman á vél, nota hjól ef engar vélar eru
- A byrjar í 00:00 og vinnur í 30s
- B byrjar í 00:45 og vinnur í 30s
- A byrjar aftur í 01:30
- B byrjar aftur í 02:15, o.s.frv...
- Munið að núlla vélarnar fyrir hvert sett og leggja svo kal saman í lokin

Athugið:
- Pásan er ekki eiginleg pása heldur létt jogg í ca 30s (50-100m)
- Þú þarft bara að vera tilbúin(n) á vélinni þegar þú átt að byrja aftur.

Skráðu fjölda kal í skor
MWOD
Nudda Psoas með bolta og bjöllu
Samson teygja 90/90s
Samloka 2-3m

CrossFit Reykjavík hefur opnað fyrir mér nýja veröld.

Veröld þar sem likamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílófjölda. Veröld þar sem hreyfing er stunduð af því hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð.

Þegar ég staulaðist inn til CrossFit Reykjavík 5. Desember 2010, þá vissi ég að ég væri í afleitu formi, ekki bara afleitu heldur hrikalega slæmu, en ég hélt í einfeldni minni (og afneitun) að það hefði svosem engin áhrif á líf mitt, þannig séð. Þrátt fyrir að staulast varla upp stigann heima án þess að þurfa ná andanum á miðri leið var ég viss um að áhrifin af líkamsástandinu væru ekkert svo svakaleg, ég var bara ekki þessi spriklandi spandextýpa. Ég trúði að mér var bara ekki ætlað (fyrir utan einstaka tímabundið átak) að vera svona íþróttamanneskja.

Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér. Á þessum tæpu 10 mánuðum sem eru líðnir frá því ég staulaðist inn á stöðina hef ég nefnilega uppgötvað að ég er alveg þessi týpa, ég er íþróttamaður.

Frá því að geta ekki eina armbeygu, ekki eina magaæfingu og alls engar Burbees. Þá get ég núna bunka af þessu öllu, ég get hlaupið og hoppað, gengið fjöll og gert 100 upphífingar, ég get Snarað og Jerkað og lyft 155 kílóum, ég get ALLT (svona næstum því ;), og það sem betra er; ég hef gaman af því.

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að finna veikleikana og sigra þá. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífstíl og ég fann þörfina fyrir að eiga spandexbuxur.

Takk fyrir mig CrossFit Reyjavík.