04.10.2015
Í dag er Hetjudagur

Þjálfari stýrir hálftíma upphitun
kl. 10:00, 10:30, 11:00 og 11:30

WOD eru tekin í Open Gym formi
Metcon
Helton (Time)
3 Rounds for time of:
800m Run
30 Dumbbell Squat Cleans, 50#
30 Burpees
In honor of U.S. Air Force Security Forces 1st Lt. Joseph D. Helton, 24, of Monroe, GA, was killed September 8th, 2009
To learn more about Helton click here
Tímaþak - 45 mínútur

Notum Kb í Stað Db 2x 24/16 kg

Cleanið er Hang Squat Clean

Skalaðu eftir þörfum til að viðhalda
góðri tækni og hámarks intensity

Skráðu tíma í skor og skölun í comment
MWOD
Gefðu þér 20 mínútur til að
vinna í veikleikum í liðleika

CrossFit Reykjavík hefur opnað fyrir mér nýja veröld.

Veröld þar sem likamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílófjölda. Veröld þar sem hreyfing er stunduð af því hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð.

Þegar ég staulaðist inn til CrossFit Reykjavík 5. Desember 2010, þá vissi ég að ég væri í afleitu formi, ekki bara afleitu heldur hrikalega slæmu, en ég hélt í einfeldni minni (og afneitun) að það hefði svosem engin áhrif á líf mitt, þannig séð. Þrátt fyrir að staulast varla upp stigann heima án þess að þurfa ná andanum á miðri leið var ég viss um að áhrifin af líkamsástandinu væru ekkert svo svakaleg, ég var bara ekki þessi spriklandi spandextýpa. Ég trúði að mér var bara ekki ætlað (fyrir utan einstaka tímabundið átak) að vera svona íþróttamanneskja.

Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér. Á þessum tæpu 10 mánuðum sem eru líðnir frá því ég staulaðist inn á stöðina hef ég nefnilega uppgötvað að ég er alveg þessi týpa, ég er íþróttamaður.

Frá því að geta ekki eina armbeygu, ekki eina magaæfingu og alls engar Burbees. Þá get ég núna bunka af þessu öllu, ég get hlaupið og hoppað, gengið fjöll og gert 100 upphífingar, ég get Snarað og Jerkað og lyft 155 kílóum, ég get ALLT (svona næstum því ;), og það sem betra er; ég hef gaman af því.

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að finna veikleikana og sigra þá. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífstíl og ég fann þörfina fyrir að eiga spandexbuxur.

Takk fyrir mig CrossFit Reyjavík.