26.10.2016
Framúrskarandi
- Það ert þú !
Weightlifting
Markmið:
- Tæknileg bestun
- Tæknilegur stöðugleiki
- Nýtt PR í Power Snatch

Fókus A:
- Upphafsstaða
- Fætur, Grip, Mjaðmir, Mjóbak (hlutlaust), Brjóstbak/Bringa, Axlir, Handleggir, Höfuð (hlutlaust), Augu (fram)
- Hreyfiferill
- Fyrsta tog, Frá Gólfi/Upphafsstöðu í Hang
- Þrýsta hnjám aftur og sundur og toga stöngina lóðrétt upp með sköflungum upp að hnjám
- Annað tog, Frá Hang í Contact
- Reisa bakið upp, draga stöngina meðfram lærum inn í Contact og um leið keyra hné fram undir stöngina
- Spyrna/Sprengja
- Um leið og stöngin kemur inn í Contact spyrnum við af krafti í gólfið og réttum úr mjöðmum, hnjám og ökklum til að fleyta stönginni upp
- Þriðja tog, undir stöngina
- Um leið og stöngin er farin á flug upp úr sprengjunni togum við okkur ákveðið undir stöngina, færum fætur aðeins í sundur og keyrum olnboga í lás

Fókus B:
- Clean
- Sama og í Snatch
- Allar grunnreglur eru þær sömu í báðum lyftum
- Jerk
- Upphafsstaða
- Stöng ofan á öxlum fyrir ofan/aftan viðbein upp við hálsinn
- Spenna líkamann upp eins og fjöður fyrir lyftuna
- Hreyfiferill
- Lóðrétt, rólega, niður í dýfuna
- Lóðrétt, hratt, upp úr dýfunni
- Stöngin verður að liggja kyrr í Upphafsstöðunni í gegnum þessa hreyfingu
- Um leið og stöngin lyftist upp af öxlunum færum við fæturnar í Split stöðu og keyrum olnboga í lás
- Færum svo fæturna saman undir líkamanum til að klára lyftuna

Tæknileg mistök ógilda lyftur
- Óeðlilega gleið fótastaða í lendingu Power Snatch
- Ójafnvægi í lendingu í Jerki
- Pressa út í Snatch og Jerk

Einfalt ekki satt :)
- Skaraðu fram úr - Vertu framúrskarandi !!!
A: Power Snatch (1RM Power Snatch )
Þú hefur 12 mínútur til að vinna þig upp í 1RM Power Snatch
- Nýtt PR er markmiðið

Skráðu þyngd í skor
B: Clean Complex (EMOM 12 mín 1 Clean + 2 Split Jerk )
Flæði:
- EMOM 12 mín
- 1 Squat Clean + 2 Split Jerk
- 3s pása í lendingu í Jerki
- Byrja í 55-65% af 1RM Clean & Jerk
- Þyngja á þriðju hverri mínútu ef vel gengur
- Þyngja á hverri mínútu, síðustu þrjár, ef vel gengur

Skráðu lokaþyngd í skor

CrossFit Reykjavík hefur opnað fyrir mér nýja veröld.

Veröld þar sem likamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílófjölda. Veröld þar sem hreyfing er stunduð af því hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð.

Þegar ég staulaðist inn til CrossFit Reykjavík 5. Desember 2010, þá vissi ég að ég væri í afleitu formi, ekki bara afleitu heldur hrikalega slæmu, en ég hélt í einfeldni minni (og afneitun) að það hefði svosem engin áhrif á líf mitt, þannig séð. Þrátt fyrir að staulast varla upp stigann heima án þess að þurfa ná andanum á miðri leið var ég viss um að áhrifin af líkamsástandinu væru ekkert svo svakaleg, ég var bara ekki þessi spriklandi spandextýpa. Ég trúði að mér var bara ekki ætlað (fyrir utan einstaka tímabundið átak) að vera svona íþróttamanneskja.

Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér. Á þessum tæpu 10 mánuðum sem eru líðnir frá því ég staulaðist inn á stöðina hef ég nefnilega uppgötvað að ég er alveg þessi týpa, ég er íþróttamaður.

Frá því að geta ekki eina armbeygu, ekki eina magaæfingu og alls engar Burbees. Þá get ég núna bunka af þessu öllu, ég get hlaupið og hoppað, gengið fjöll og gert 100 upphífingar, ég get Snarað og Jerkað og lyft 155 kílóum, ég get ALLT (svona næstum því ;), og það sem betra er; ég hef gaman af því.

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að finna veikleikana og sigra þá. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífstíl og ég fann þörfina fyrir að eiga spandexbuxur.

Takk fyrir mig CrossFit Reyjavík.