Porta-Partý-WOD
Gleðilega Hátíð í dag er fyrsta árlega

Porta-Parý-WODið

Svona verður þetta gert

Húsið opnar kl. 09:00

WOD byrjar kl. 09:30 - Athugaðu!
- Aðeins eitt WOD
- Einn hópur
- Ein ræsing

WODið er liða-WOD og verður
sett upp í invitationals stíl

Keppnishópurinn okkar sem er á leið
á Regionals mun stýra upphitun og WODi
og um leið selja happdrættismiða,
taka við Burpees áskorunum og að
sjálfsögðu halda uppi almennri gleði

Grillveisla hefst að loknu WODi um kl 11:45
- CFRvk býður upp á burger í Portinu

Veislunni lýkur um kl. 13:00

Vertu með !!!
Metcon
WODið í dag er liða-WOD

Fjórir saman í liði og liðin geta verið
samsett á hvaða hátt sem er

2 stelpur / 2 strákar
3 stelpur / 1 strákur
4 stelpur / 0 strákar
og eins í hina áttina :)

Rx, Sc1 eða Sc2:
- Allir eru jafnir í dag og hver og einn velur þyngd
við hæfi, eftir styrk og tæknilegri getu

10 mínútur í pásu á milli A, B og C hluta
A.: Metcon (AMRAP - Rounds and Reps)
Fimi og Úthald - AMRAP 20 mín

A. 10 Kassahopp yfir
B. 10 AB-Mat Uppsetur
C. 10 Wall Balls
- frjáls hæð og þyngd í A og C
Flæði:
- Liðsmenn keyra í gegnum WODið hver á eftir öðrum í einskonar eltingarleik
-Liðsmaður 1 leggur af stað og keyrir í gegnum brautina A-B-C
- Um leið og 1 klárar æfingu A og færir sig í B þá leggur liðsmaður 2 af stað í brautina
- Svona keyra allir fjórir í gegnum brautina hver á eftir öðrum í 20 mínútur
- Aðeins einn leikmaður getur verið í hverri æfingu í einu og því má ekki færa sig um set ef liðsmaðurinn á undan er ekki búinn með sitt

Skor er fjöldi umferða á allt liðið + endurtekningar í síðustu ókláraðri umferð
B: Metcon (Weight)
Styrkur og útsjónarsemi
Team Total - Á 20 mínútum

A. 100 Back Squat
B. 100 Axlapressur
C. 100 Réttstöðulyftur
Flæði:
- Liðið hefur 20 mínútur til
klára 100 rep af hverri æfingu
- Liðsmenn þurfa að klára fyrstu æfinguna áður en haldið er í næstu æfingu
- Liðsmenn verða að gera til skiptis í sömu röð allan tímann
- Þyngd er frjáls og leyfilegt að breyta þyngdinni fram og til baka eftir því hver er að gera og þyngja eða létta milli setta
- Ein stöng á lið
- Engir rekkar heldur hjálpast liðsmenn að
við að lyfta stönginni upp í rétta hæð

Skor er samanlögð þyngd úr öllum lyftum
C: Metcon (AMRAP - Reps)
Þol og samvinna - AMRAP 20 mín

200m Hlaup
10 Syncronized Burpees yfir liðsfélaga*
*Einn úr liðinu leggst á jörðina (plankastaða fyrir þá sem þora) og hinir þrír gera 10 Syncronized Person Facing Burpees Over
- Syncronized þýðir að allir liggja á sama tíma í jörðinni og hoppa á sama tíma yfir

Flæði:
- Þessi æfing verður gerð úti
- Allir hlaupa saman
- Hlaupum úr portinu upp að 200m merkinu á göngustígnum við miklubraut - gerum 10 Sync Burpees þar
- Hlaupum áfram að 400m merkinu - gerum 10 Burpees þar
- Hlaupum til baka - gerum 10 Burpees á 200m merkinu
- Hlaupum heim í port - gerum 10 Burpees þar
- og svo framvegis

Skorið er fjöldi af Burpees á liðið

PS.
- Fyrir þá sem ekki hlaupa
þá er 200m Róður í portinu og Burpees yfir vélina

CrossFit Reykjavík hefur opnað fyrir mér nýja veröld.

Veröld þar sem likamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílófjölda. Veröld þar sem hreyfing er stunduð af því hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð.

Þegar ég staulaðist inn til CrossFit Reykjavík 5. Desember 2010, þá vissi ég að ég væri í afleitu formi, ekki bara afleitu heldur hrikalega slæmu, en ég hélt í einfeldni minni (og afneitun) að það hefði svosem engin áhrif á líf mitt, þannig séð. Þrátt fyrir að staulast varla upp stigann heima án þess að þurfa ná andanum á miðri leið var ég viss um að áhrifin af líkamsástandinu væru ekkert svo svakaleg, ég var bara ekki þessi spriklandi spandextýpa. Ég trúði að mér var bara ekki ætlað (fyrir utan einstaka tímabundið átak) að vera svona íþróttamanneskja.

Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér. Á þessum tæpu 10 mánuðum sem eru líðnir frá því ég staulaðist inn á stöðina hef ég nefnilega uppgötvað að ég er alveg þessi týpa, ég er íþróttamaður.

Frá því að geta ekki eina armbeygu, ekki eina magaæfingu og alls engar Burbees. Þá get ég núna bunka af þessu öllu, ég get hlaupið og hoppað, gengið fjöll og gert 100 upphífingar, ég get Snarað og Jerkað og lyft 155 kílóum, ég get ALLT (svona næstum því ;), og það sem betra er; ég hef gaman af því.

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að finna veikleikana og sigra þá. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífstíl og ég fann þörfina fyrir að eiga spandexbuxur.

Takk fyrir mig CrossFit Reyjavík.