Saga

CrossFit Reykjavík opnaði í lok árs 2009 í 27 fm bílskúr í Mosfellsbæ. Síðan þá hefur orðið bylting í almennri umfjöllun og þekkingu á CrossFit á Íslandi og ötulum iðkendum CrossFit fjölgar stöðugt.

CrossFit Reykjavík opnaði formlega í Skeifunni 8, þann 4. júlí 2010 og fékk strax mjög góðar viðtökur og stöðin var því stækkuð ári seinna. Vorið 2013 var svo gerður samningu um enn betra húsnæði í Faxafeni 12 sem flutt var í í ágúst 2013.

Krakka CrossFit hófst sumarið 2011.

Góður liðsauki barst stöðinni í janúar 2012 þegar Annie Mist, heimsmeistari í CrossFit, bættist í eigendahóp  CrossFit Reykjavíkur.

CrossFit Reykjavík leggur metnað sinn í að þú náir árangri í líkamsrækt og með aukinni afkastagetu á öllum sviðum almennrar hreysti öðlast  þú orkumeira líf og aukin lífsgæði.

Hrönn Svansdóttir
Framkvæmdastjóri
hronn@crossfitreykjavik.is

 

Evert Víglundsson
Yfirþjálfari
evert@crossfitreykjavik.is

 

Annie Þórisdóttir
annie@crossfitreykjavik.is

 

Staðsetning


CrossFit Reykjavík er lifandi og skemmtilegur staður miðsvæðis
á höfuðborgarsvæðinu,
í Faxafeni í Reykjavík

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

faxa

CrossFit Reykjavík

Faxafeni 12
108 Reykjavík

Sími 561 9900 

Kennitala 590410 0550

Opnunartími: 

Mánudaga - föstudaga frá kl. 6 til 21.

Laugardaga frá kl. 8 til 16 og sunnudaga 10 til 16.

Barnagæsla frá kl. 16.00 til 19.00 virka daga og frá kl. 9.30 til 14.00 á laugardögum.

Umsagnir

"Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til finna veikleikana og sigra þá"

Jóhanna Vigfúsdóttir


"Núna hlakka ég til að mæta á allar æfingar..."

Katrín Hrund Pálsdóttir

bj         lod

Jóhanna Vigfúsdóttir
CrossFit Reykjavík hefur opnað fyrir mér nýja veröld. 

Þetta er veröld þar sem líkamsrækt og heilsa felst ekki í hrútleiðinlegum klukkutímum á hlaupabretti undir álögum hitaeininga, fituprósentu og kílóafjölda. Í þessari veröld er hreyfing stunduð af því að hreyfing er best, sjúklega skemmtileg, fjölbreytt og góð. 

Þegar ég staulaðist inn í CrossFit Reykjavík 5. desember 2010, vissi ég að ég væri í afleitu formi, ekki bara afleitu heldur hrikalega slæmu, en ég hélt í einfeldni minni (og afneitun) að það hefði  engin áhrif á líf mitt, þannig séð. Þrátt fyrir að staulast varla upp stigann heima án þess að þurfa ná andanum á miðri leið var ég viss um að áhrifin af líkamsástandinu væru ekkert svo svakaleg, ég væri bara ekki þessi spriklandi spandextýpa. Ég trúði að mér væri ekki ætlað (fyrir utan einstaka tímabundið átak) að vera svona íþróttamanneskja.

En hvað ég hafði rangt fyrir mér. Á þessum tæpu  tíu mánuðum sem liðnir eru frá því að ég staulaðist inn á stöðina hef ég nefnilega uppgötvað að ég er alveg þessi týpa, ég er íþróttamaður.

Frá því að geta ekki eina armbeygju, ekki eina magaæfingu og alls engar burpees þá get ég núna bunka af þessu öllu. Ég get hlaupið og hoppað, gengið á fjöll og gert 100 upphífingar, ég get snarað og jerkað og lyft 155 kílóum, ég get ALLT - svona næstum því ;). Það sem betra er; ég hef gaman af því.

Ég uppgötvaði styrk minn og keppnisskap og leiðina til að finna veikleikana og sigrast á þeim. Ég fann líka liðsheild og stórkostlegan félagsskap. Ég fann nýtt líf og nýjan lífsstíl og ég fann þörfina fyrir að eiga spandexbuxur.

Takk fyrir mig CrossFit Reyjavík.

Katrín Hrund Pálsdóttir
Þegar ég byrjaði í Crossfit Reykjavík
vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í.

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og krefjandi því ég var orðin leið á að gera alltaf það sama í ræktinni sem gagnaðist mér ekki neitt. Ég var ekki með mikið þol og mjög lítinn styrk. Ég fór á grunnnámskeiðið og sá strax árangur sem ég trúði varla að gæti gerst á svona stuttum tíma. Upphaflega ætlaði ég bara að fara á grunnnámskeið til að læra rétta tækni og sjá hvernig æfingar væri hægt að gera. Ég kolféll fyrir þessu frábæra æfingakerfi og ákvað að halda áfram og mun halda áfram alla ævi því þetta er lífsstíll en ekki átak sem maður fylgir í ákveðinn tíma. Þegar ég var í venjulegri rækt nennti ég sjaldan á æfingar og píndi mig til að mæta svona 3x í viku. Núna hlakka ég til að mæta á allar æfingar og mæti 4-6x í viku. Árangurinn sem ég er búin að ná á einu ári er mjög mikill og hefði ég aldrei trúað því þegar ég byrjaði að ég gæti lyft svona þungu eða verið með svona gott þol. Ég er t.d. búin að bæta tímann minn í 3 km hlaupi um 5 mínútur frá því að ég byrjaði og get gert 17 upphífingar án hjálpar en þegar ég byrjaði gat ég ekki gert neina. Upphaflega var ég með mjög litla vöðva og voru þeir ekki stærri en svo að þeir virtust aðeins vera til staðar til að hylja beinin og var ég oft hokin í baki. Núna er ég komin með miklu meiri vöðvamassa og líkaminn hefur mótast á góðan hátt, ég er ekki lengur hokin í baki eins og ég var þar sem ég er komin með mikinn vöðvamassa á bakið. Mér líður almennt betur andlega og líkamlega eftir að ég byrjaði enda jafnast ekkert á við góða hreyfingu og hollt og gott mataræði. Ég borðaði allt of lítið en er núna búin að læra að borða rétt. Það sem mér finnst skipta lang mestu máli eru hinir frábæru þjálfarar í Crossfit Reykjavík sem fylgjast með, hvetja mann áfram og sjá til þess að maður geri æfingarnar rétt. Það er mikilvægt að fá góða hvatningu sem ýtir manni í að gera meira en maður heldur að maður geti, þannig næst árangur.

 

Comments (0)

Cancel or