Tímar á miðvikudögum kl 17 og eru tímarnir 90 mínútur, heita RX + í Wodify.

Tímarnir eru ætlaðir þeim sem eru vanir að taka RX í tímum og eru opnir fyrir þeim möguleika að keppa í Crossfit.

Æfingarnar verða á krefjandi erfiðleikastigi og mögulega koma fyrir æfingar frá Games og Regionals svo æskilegt er að þeir sem sæki tímana treysti sér í þær hreyfingar og þyngdir.

Markmið tímana er að koma saman góðum hóp af fólki sem langar að keppa í Crossfit og undirbúa sig fyrir hinar ýmsu keppnir sem verða bæði innanlands og erlendis.

Takmarkaður fjöldi er í tímana og það þarf að skrá sig í gegnum Wodify.

Þjálfari Þröstur Ólason