Lyftingafélag Reykjavíkur var stofnað í ágúst 2012 þar sem áhugi og ástundun hafði aukist umstalsvert eftir að CrossFit Reykjavík var opnað í Skeifunni.

Ólympískar lyftingar eru ein af grunnstoðum CrossFit þjálfunar.

Ólympísku lyfturnar eru snörun (snatch) og jafnhöttun (clean and jerk).

Að öðlast færni í lyftunum tekur tíma og krefst þolinmæði og aga.

Ávinningur af ástundun ólympískra lyftinga er mikill þar sem í hverri lyftu reynir á styrk, snerpu, hraða, liðleika, samhæfingu, jafnvægi og nákvæmni sem allt eru mikilvægir þættir í almennri hreysti.

CrossFit Reykjavík býður upp á námskeið í ólympískum lyftingum þar sem farið er yfir grunnatriði í snörun og jafnhöttun. Námskeiðið er 4 tímar, tvö kvöld í viku í tvær vikur 60-90 mínútur í senn og kostar 15.000 kr. Skráning er hér á síðunni. Ekki þarf að vera meðlimur í CrossFit Reykjavík til að taka þátt í námskeiðinu.

Að loknu námskeiði bjóðum við upp á ólympískar lyftingaæfingar á sunnudögum kl. 12.30 sem eru hugsaðar sem hvatning til að viðhalda og bæta getu í þessum mögnuðu lyftum. Nauðsynlegt er að hafa lokið ÓL-námskeiði til að taka þátt í tímunum. Aðgangur að tímanum er innifalin í meðlimakorti CFRvk.