Mikilvægt er að huga vel að næringunni til að tryggja sem bestan árangur.
Þú skalt temja þér hollar matarvenjur sem þú getur haldið út allt lífið, ekki hugsa einungis um tímabundið átak.

Borðaðu kjöt, fisk, egg, grænmeti, ávexti, hnetur og fræ og haltu öðru í lágmarki.

Góð leið til árangurs er að:

1. Borða hreint, því ferskara því betra.
2. Borða reglulega, 3 – 4 máltíðir á dag, ekki sleppa úr máltíð.
3. Borða kolvetni, prótein og holla fitu í hverri máltíð.
4. Borða hóflega. Einu sinni á diskinn, hnefastærð af próteini, lófi af hollri fitu og 1/2 diskur af grænmeti og ávöxtum.
5. Drekka vatn.
6. Þegar þú “svindlar” – fáðu þér hóflega eitthvað sem þér finnst virkilega gott og njóttu þess. Haltu svo áfram í hollu mataræði.

Margir eru haldnir þeirri ranghugmynd að matarkúrar, þar sem mikið er skorið niður af hitaeiningum sé rétta leiðin til að komast í topp form. Það er rangt, ef þú vilt komast í topp form þarft þú að æfa vel og næra líkamann með hollu, fjölbreyttu og reglulegu mataræði. Ein af góðum leiðum til þess er aðferð sem kallast Whole 9 life, inngangur í það er það sem við köllum Whole 30.

Hvað er Whole 30?
30 daga prufutímabil þar sem reglunni er fylgt 100%, ekkert svindl leyfilegt. Að loknum 30 dögunum tekur við Whole 9 sem er lífstíll með sömu reglum og í Whole30, örlítið aðlagað að þörfum og vali hvers og eins með einstaka “svindl máltíð”. Tilteknar fæðutegundir (t.d. sykur, kornvörur, mjólkurvörur og baunir) gætu verið aðhafa neikvæð áhrif á heilsu ykkar og hreysti án þess að þið áttið ykkur á því.
Orkan í okkur getur verið misjöfn eða varla til staðar, við erum oft með verki og sársauka sem má tengja við “ofnotkun” eða meiðsli. Við eigum í vandræðum með að léttast og erum jafnvel með ýmis konar húðvandamál, meðltingarvesen, ofnæmi eða jafnvel frjósemisvandamál. Lyfjagjöf á oft að leysa þetta. Þetta getur hins vegar verið í beinum tengslum við hvað við borðum, jafnvel þó það sé “hollt”.

Hvernig vitum við hvort maturinn hafi þessi áhrif?
Þar kemur Whole30 til sögunnar – við tökum út alla þessa þætti. Skerum útallan mat sem er bólgumyndandi (googlið inflammatory), meltingartruflandi og hitaeiningaríkur en þó næringarsnauður. Whole30 er eins og að við séum að endurræsa kerfið, brennsluna, bólgumyndun og allar þær neikvæðu afleiðingar sem val á mat kann að hafa í för með sér. Við viljum líka fara að finna alvöru bragð aftur!

Hvað felst í Whole30
Það sem við viljum borða:
Borðum alvöru mat, kjöt, sjávarfang, egg, MIKIÐ grænmeti, eitthvað af ávöxtum og nóg af góðri fitu frá ávöxtum, olíum, hnetum og fræum. Við viljum leitast eftir mat sem hefur eins fá innihaldsefni og hægt er, þ.e. því hreinna því betra.

Það sem EKKI skal borða:
Að sleppa þessum mat felur í sér að endurheimta góðan metabólisma, minnkun bólgumyndunar og komast að því í raun, hvernig þessar matvörur hafa áhrif á okkur.

1. Ekki innbyrða neinn viðbættan sykur í hvers kyns formi. Undir þetta fellur hlynsýróp, hunang, agave, splenda, stevia, xylitol o.fl. o.fl. Þetta er allt saman sykur í augum Whole30, hvaða heiti sem það ber. Rökin fyrir þessu eru í stuttu máli að efnin hafa öll sömu áhrif á okkur andlega og líkamlega, nema sumt inniheldur bara ekki jafn miklar hitaeiningar.

2. Ekkert áfengi. Ekki í neinu formi, ekki einu sinni í eldamennskunni. Undir þetta fellur að sjálfsögðu tóbak eða tóbaksvörur.

3. Ekki borða neitt korn. Undir þetta fellur, en ekki tæmandi talið, hveiti, rúgur, bygg, hafrar, korn og hrísgrjón. Mikilvægt – undir þetta falla líka vörur eins og kínóa. Mikilvægt er líka að lesa á miðana þegar við verslum, oft er búið að bæta hinu og þessu við sem fellur hér undir.

4. Ekki borða baunir (legumes). Undir þetta falla allar tegundir bauna, svartar, rauðar, pinto, hvítar, nýrna, kjúklingabaunir, linsubaunir og jarðhnetur (peanuts) – þ.á.m. hnetusmjörið yndislega (möndlusmjör er í lagi).
5. Engar mjólkurvörur. Undir þetta fellur kúamjólk, geitamjólk og allar vörur sem koma frá því, s.s. jógúrt (grísk líka) eða sýrður rjómi. Undantekningar eru þó smjör, alvöru íslenskt smjör, og rjómi. Rökin fyrir þessu eru að mjólkurpróteinin, casein og whey, hafa verið að mestu skilin frá í þessum vörum en eftir situr góða fitan. Mikilvægt þó að hófsemi sé gætt.