Í CrossFit-tímum sameinum við styrktarþjálfun, þolæfingar og líkamsþyngdarhreyfingar í fjölbreyttum og krefjandi æfingum.
Hver tími er 60 mínútur og samanstendur af:
Upphitun – Til að virkja vöðva, liðka líkamann og undirbúa þig fyrir æfinguna.
Tækni & styrkur – Við lærum tækni í lyftingum eða hreyfingum með eigin líkamsþyngd eða aðra sérhæfða færni – getur verið ýmist fyrir eða eftir WOD.
WOD (Workout of the Day) – Fjölbreytt æfing þar sem við sameinum styrk, þol og hraða. Hún getur verið stutt og sprengikrafts mikil eða lengri með úthald í forgrunni.
CrossFit er fyrir alla!
Hreyfingarnar eru aðlagaðar að hverjum og einum, óháð aldri eða getustigi.
Hvort sem þú ert að byrja í líkamsrækt eða ert reyndur íþróttamaður finnur þú þig í tímum hjá okkur.
Allir iðkendur fá aðgang að Wodify skráningaappi og skrá sig í tíma.