SKILMÁLAR CrossFit Reykjavíkur

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála, með kaupum á korti í CrossFit Reykjavík samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

 

Skyldur CrossFit Reykjavíkur
Aðgangskort CrossFit Reykjavíkur veita meðlimum aðgang að öllum opnum tímum og OPEN GYM.
Crossfit Reykjavík skuldbindur sig til að hafa stöðina opna á auglýstum opnunartímum en gefur sér þó það leyfi að færa ýmist staðsetningu tíma (Wod-a) eða opnunartíma ef þurfa þykir.

 

Skyldur meðlims
Meðlimur æfir á eigin ábyrgð. Crossfit Reykjavík ber ekki ábyrgð á líkamstjóni áskrifanda nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.  Meðlimir bera ábyrgð á eigin verðmunum, læstir skápar eru í búningsherbergjum. Óskilamunir eru gefnir til hjálparsamtaka séu þeir ekki sóttir innan ákveðins tíma.
Áskrifandi skuldbindur sig til að ganga vel um tæki og búnað stöðvarinnar og fylgja umgengnisreglum hússins. Meðlimum ber að ganga frá lóðum, stöngum og öðrum búnaði eftir notkun.
Myndataka af öðrum er ekki heimil nema með leyfi viðkomandi. Farsímanotkun bönnuð í búningsherbergjum.

 

Greiðslur
Samningar fara fram í  gegnum áskriftarleiðir hjá starfsmanni.  Uppsögn á ótímabundnum samning skal senda á cfr@cfr.is eða fylla út þar til gert eyðublað í afgreiðslu.
Tímabundin kort gilda frá dagsetningu áskriftar í þann tíma sem kortið segir til um. Tímabundnum áskriftum er ekki er hægt að segja upp meðan á tímabili stendur. Ótímabundinni áskrift skal segja upp með með þeim fyrirvara sem samningurinn segir til um. Þjálfunargjöld eru óafturkræf óháð mætingu. Ef einhverjar óviðráðlegar aðstæður koma upp á meðan gildistími áskrifta er í gangi er hægt að senda póst á cfr@cfr.is. CrossFit Reykjavík áskilur sér rétt til verðbreytinga og að breyta reglum og skilmálum sé þess þörf.

 

Umgengnisreglur Í CrossFit Reykjavík

  • Ég ætla alltaf að skrá mig inn á æfingu.
  • Ég ætla að gæta fyllsta öryggis á æfingum.
  • Ég ætla að leggja mig fram um að framkvæma æfingarnar rétt.
  • Ég ætla að ganga vel um búnað og ganga frá eftir mig.
  • Ég ætla að nota magnesíumkubbana við fötuna og hvergi annars staðar.
  • Ég ætla að þrífa blóð eftir mig og sótthreinsa ef til þess kemur.
  • Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forráðamanna í húsinu og mega aldrei vera vera inni á æfingasvæði á æfingatíma.
  • Verði meðlimur uppvís að notkun/neyslu ólöglegra efna/lyfja er viðkomandi réttilega brottrækur úr CFRvk.