CrossFit Reykjavík var stofnað í lok árs 2009 af Hrönn Svansdóttur og Ívari Ísak Guðjónssyni í 27 fm bílskúr í Mosfellsbæ. Síðan þá hefur orðið bylting í almennri umfjöllun og þekkingu á CrossFit á Íslandi og ötulum iðkendum CrossFit fjölgar stöðugt.

CrossFit Reykjavík opnaði formlega í Skeifunni 8, þann 4. júlí 2010 og fékk þá á sig þá grunnmynd sem unnið var út frá og hefur skilað því kerfi sem við notum í dag. Þá höfðu Hrönn Svansdóttir og Evert Víglundsson sameinað krafta sína. CrossFit Reykjavík fékk strax mjög góðar viðtökur og stöðin var því stækkuð ári seinna. Vorið 2013 var svo gerður samningur um enn betra húsnæði í Faxafeni 12 sem flutt var í í ágúst 2013.

Krakka CrossFit hófst sumarið 2011.

Góður liðsauki barst stöðinni í janúar 2012 þegar Annie Mist, heimsmeistari í CrossFit, bættist í eigendahóp  CrossFit Reykjavíkur.

CrossFit Reykjavík leggur metnað sinn í að þú náir árangri í líkamsrækt og með aukinni afkastagetu á öllum sviðum almennrar hreysti öðlast  þú orkumeira líf og aukin lífsgæði.