HYROX
CrossFit Reykjavík hefur verið frumkvöðull á sviði líkamsræktar og heilbrigðs lífsstíls í rúm 15 ár og kynnir nú til leiks, í fyrsta sinn á Íslandi, Hyrox.
CrossFit Reykjavík er stolt af því að vera fyrsta Hyrox æfingastöðin á Íslandi og mun bjóða upp á sérhæfðar æfingar í Hyrox stíl og fyrir Hyrox keppnir í bland við CrossFit og Ólympískar lyftingar.
Hyrox byggist upp í kringum skemmtilegt þrekmót sem er orðið mjög vinsælt um allan heim, Hyrox keppnir eru haldnar víðsvegar um heiminn nánast hverja einustu helgi.
Hyrox brautin er stöðluð blanda af Hlaupum og ólíkum æfingastöðvum sem reyna á þol, úthald og styrk og æfingarnar henta öllum.
Við bjóðum upp á Hyrox tíma, sem sem byggja á þolæfingum í bland við styrk og úthaldsæfingar. Þessar æfingar eru á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum
Hyrox æfingar eru í raun líkar CrossFit æfingum fyrir utan Ólympískar lyftingar og Flóknari Fimleikaæfingar
Hérna er hægt að lesa nánar um HYROX: https://hyrox.com/the-fitness-race/
Næsta Hyrox mót verður 21. september