Í Ólympískum lyftingatímum leggjum við áherslu á að bæta tækni, styrk og kraft í keppnislyftum OLY (Snatch/Clean&Jerk).
Tímarnir eru 60 mínútur og henta bæði byrjendum og keppnisfólki.

Hver tími samanstendur af:
Upphitun – Undirbýr líkamann og liðka liði fyrir lyftingar.
Tækniyfirför – Þjálfari brýtur lyftingar hreyfingu niður í skref og vinnur markvisst að því að betrumbæta hreyfingar.
Olympískar lyftingar – Ýmsar útfærslur af snatch/clean&jerk (mismunandi eftir tímum).
Styrktaræfingar – Ýmsar styrktaræfingar sem styrkja keppnisgreinar (beygjur, tog, pressur osfv.).

Tímarnir henta öllum sem vilja læra ólympískar lyftingar frá grunni eða bæta frammistöðu sína í lyftingum, hvort sem það er fyrir CrossFit, aðrar íþróttir eða keppni í lyftingum.

Kenndir þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga á nokkrum tímasetningum yfir daginn.
HÉR getur þú skoðað betur stundatöflu okkar. 

OLY tímar eru innifaldir í korti fyrir almenna iðkendur í CrossFit Reykjavík.