HYROX

CrossFit Reykjavík hefur verið frumkvöðull á sviði líkamsræktar og heilbrigðs lífsstíls í rúm 15 ár og kynnir nú til leiks, í fyrsta sinn á Íslandi, Hyrox.

CrossFit Reykjavík er stolt af því að vera fyrsta Hyrox æfingastöðin á Íslandi og mun bjóða upp á sérhæfðar æfingar í Hyrox stíl og fyrir Hyrox keppnir í bland við CrossFit og Ólympískar lyftingar.

HYROX þjálfunarmódelið er byggt á endurteknum lotum af styrktar- og úthaldsæfingum, á milli sem þú vinnur með meðalháu álagi í stöðugu flæði, yfir lengri tíma (>40 mín).

Megináherslan er á að bæta stöðuga vinnslu; þ.e. að geta haldið áfram að vinna án langra hvíldarpása. Þetta er unnið með þrekæfingum í bland við hagnýtar æfingar eins og farmers carry, wall balls, framstig, ýta og draga sleða osfv.

HYROX er sérform af blandaðri úthaldsþjálfun (mixed modal endurance training), þar sem þrek og styrkur eru þjálfuð saman.
Markmiðið þjálfunarformsis er að auka bæði súrefnisupptöku og vöðvaþol.

HYROX þjálffræðin byggist upp í kringum skemmtilegt þrekmót sem er orðið mjög vinsælt um allan heim. HYROX keppnir eru haldnar víðsvegar um heiminn nánast hverja einustu helgi. Keppnisbrautin er stöðluð blanda af hlaupum og ólíkum æfingastöðvum sem reyna á þol, úthald og styrk og æfingarnar henta öllum. Hérna er hægt að lesa nánar um HYROX: https://hyrox.com/the-fitness-race/

Hjá CrossFit Reykjavík fá allir korthafar aðgang að HYROX tímum okkar. Þeir eru kenndir að morgni, hádegi og seinnpart á þriðjudögum og fimmtudögum og fyrir hádegi á sunnudögum.