KONUR STYRKUR – ÚTHALD – LIÐLEIKI
Á námskeiðinu leggjum við áherslu á að auka grunnstyrk, vinnum í að auka úthaldið og bæta liðleika.
Við förum yfir helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu okkar og líðan, þætti eins og svefn, hreyfingu, mataræði, streytustjónun.
Námskeiðið er hugsað einkum fyrir konur 40 ára og eldri þó allar konur séu velkomar, byrjendur sem og lengra komnar, ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit til að taka þátt í námskeiðinu.
Kennt er á mán-, mið- og föstudögum kl. 7.30 í 4 vikur, hver tími er 60 mínútur.
Kennt er í lokuðum hóp, mest 16-20 í einu, stofnum facebook hóp fyrir þær sem vilja og birtum þar ítarefni um það sem við fjöllum um í tímunum.
Þjálfari er Þórey Helena Guðbjartsdóttir
CrossFit L2 þjálfari
Mikil reynsla í þjálfun kvenna
Einnig hefur hún lokið mörgun námskeiðum í námi í íþróttafræði HÍ um anatomiu, almenna stryktarþjálfun, útahaldsþjálfun sem og sérhæfðari þjálfun
Skráning er hér á forsíðunni þegar skráning er opin.
Fyrirspurnir á netfang: thorey@crossfitreykjavik.is