Description
Næsta námskeið verður 14. september kl. 10:30-12:00
Langar þig að byrja í HYROX?
90 mínútna HYROX grunnnámskeið þar sem þú lærir allar helstu hreyfingarnar sem notaðar eru í HYROX tímum og skilur betur hvað HYROX þjálfun gengur út á.
Hvað er HYROX?
HYROX er þjálfunarmódel sem sameinar úthaldsæfingar og einfaldar styrktarstöðvar, framkvæmt í stöðugu tempói til að byggja upp vinnslugetu, þol og styrk yfir lengri tíma.
Æfingarnar eru ekki tæknilega flóknar og markmiðið er að geta unnið stöðugt, án mikilla pása, þannig að líkaminn verði bæði sterkur og úthaldsgóður.
Við notum meðalþungar æfingar eins og sleða, farmer carry, lunge, wall balls o.fl. og þjálfum bæði hjarta- og vöðvaúthald.
Námskeiðið inniheldur:
90 mín kennslustund á sunnudegi
2 mánuðir í HYROX tímum hjá CrossFit Reykjavík eftir námskeiðið
Fullkomin byrjendaþjálfun í hreyfingunum
Hentar fyrir:
Byrjendur í HYROX eða CrossFit
Alla sem vilja bæta þrek og styrk á markvissan hátt
Þá sem vilja skilja HYROX þjálfunar módelið og byggja upp gott “engine”
Verð: 31.000 kr.
Kennt kl. 10:30-12:00