Siðareglur CrossFit Reykjavíkur
Siðareglur þessar eiga við um starfsmenn CFRvk, alla þjálfara, yfirþjálfara, aðstoðar þjálfara, afleysingarþjálfara, almenna þjálfara, aðra starfsmenn, stjórnarmenn og þá sem koma að öðru starfi á vegum CFRvk. Allir sem taka að sér störf fyrir CFRvk skulu kynna sér þessar siðarelgur og fylgja þeim í hvívetna.
Komi upp vafi um þessar reglur, svo sem um túlkun eða hvort þær gilda um tiltekna einstaklinga, skal starfsmaður snúa sér til yfirmanna CFRvk um skýringar. Slíkt telst ekki vera brot á þeim trúnaði sem reglurnar kveða á um að skuli ríkja.
Reglur nr. 1-9 eiga sérstaklega við samskipti starfsmanna CFRvk við börn. Til barns teljast þeir sem eru yngri en 18 ára. Barn í þessu tilfelli getur bæði verið iðkandi og starfsmaður eða sjálfboðaliði í CFRvk. Reglur 10-16 eiga sérstaklega við samskipti við eldri iðkendur og samstarfsmenn. Yfirmenn teljast framkvæmdarstjóri og yfirþjálfari
1. Beittu barn, eldri iðkanda eða samstarfsmann aldrei andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi[1].
2. Leggðu barn, eldri iðkanda eða samstarfsmann aldrei í einelti.
3.Tilkynntu strax til yfirmanns ef þú hefur grun um að barn, eldri iðkandi eða samstarfsmaður sé beittur ofbeldi (andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða einelti). Trúnaði milli starfsmanns og iðkanda er ávallt heitið með tilliti til reglu 9.
4. Ef þú ert vinur barns undir 18 ára aldri á samfélagsmiðlum þá skaltu haga samskiptum í samræmi við þessar siðareglur. Hafðu það í huga að iðkendur sjá allt sem þú póstar, jafnvel þó það sé ekki ætlað þeim sérstaklega. Athugaðu það einnig að yfirmenn geta krafist þess að sjá samskipti þín sem þú átt við barn sem er undir 18 ára aldri.
5.Taktu aldrei að þér akstur iðkenda á æfingu eða á mót, nema með vitneskju og leyfi foreldra. Skriflegt leyfi foreldris þarf að fylgja ef barn er að fara á keppni eða í ferðalag án foreldris eða forráðamanns.
6. Forðastu öllu jöfnu að vera ein/n með barni, ekki loka að þér eða skutla barni heim sem er ekki bundið þér fjölskylduböndum (ath. regla 5). Við sérstakar aðstæður svo sem ef barn meiðist á æfingu eða í keppni og þjálfari þarf að bregðast við, þá á alltaf að láta foreldri/forráðamann vita og fylla út atvikaskýrslu. Slík atvik kunna að heimila undantekningu frá þessari reglu, svo sem til að aka barni á bráðamóttöku.
7. Aldrei eiga í samskiptum við barn með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt.
8. Ekki vera með niðrandi athugasemdir um foreldra/forráðamenn eða aðra fjölskyldumeðlimi iðkanda.
9. Sem starfsmaður ert þú bundinn trúnaði vegna persónulegra upplýsinga sem þú verður áskynja í starfi. Lög um barnavernd ganga þó þessu ákvæði framar, í aðstæðum þar sem barn segir þér í trúnaði að það hafi orðið fyrir ofbeldi þá ber þér skylda til að tilkynna það til yfirmanns. Ef þér er sagt í trúnaði að eldri iðkandi eða samstarfsmaður sé í hættu eða upplýsingar fást sem gefa til kynna að starfsmaður eða iðkandi sé að brjóta á rétti annars, samkvæmt hegningarlögum og/eða siðareglum CFRvk svo talið er að hætta stafi af, þá skal tilkynna það til yfirmanns. Þetta má gera með því að tala beint við yfirmann eða með því að senda yfirmanni tölvupóst merkt ,,trúnaðarmál“.
10. Þjálfara er ekki heimilt að eiga í samskiptum með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt við iðkanda sem er nýr í CFRvk, þ.e. sem sækir grunnnámskeið í fyrsta sinn, nema slíkt samband hafi verið til staðar áður en iðkandinn hóf æfingar, taka verður þó tillit til reglu 13.
11. Þjálfara keppnisliðs er ekki heimilt að eiga í samskiptum með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt við meðlimi keppnisliðs, sem hann þjálfar, nema slíkt samband hafi verið þegar til staðar áður en iðkandinn hóf æfingar með liðinu, með tilliti til reglu
12. Þjálfari skal ávalt vera fagmannlegur í samskiptum sínum við iðkanda og eigi ekki í samskiptum með kynferðislegum undirtóni eða vísa í slíkt meðan iðkandi sækir æfingar í CFRvk. Undantekningar geta þó verið á þessari reglu ef þjálfari og iðkandi fella hugi saman, þó með tilliti til reglu 13.
13. Ef þjálfari og meðlimur liðsins eiga í sambandi ber að láta yfirþjálfara liðsins vita.
14. Starfsmönnum er óheimilt að vera með niðrandi athugasemdir um iðkanda eða aðra starfsmenn svo sem um holdafar, kynþátt, kynhneigð, trúarskoðanir eða stjórnmálaskoðanir iðkanda.
15.Ekki misnota stöðu þína innan CFRvk í fjárhagslegum tilgangi fyrir þig eða þér tengda á kostnað CFRvk.
16. Ekki notfæra stöðu þína innan CFRvk til eigin framdráttar á kostnað félagsins.
17. CrossFit Reykjavík fordæmir notkun allra lyfja sem eru á bannlista Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ), og verði þjálfari / starfsmaður uppvís að notkun lyfja á bannlista verður viðkomandi vikið úr starfi. Um undanþágur gilda sömu reglur og hjá Ísí.
Þjálfarar/starfsmenn CFRvk skulu ávallt hafa í huga að þeir eru fyrirmyndir, leiðbeinendur, yfirvald og jafnvel foreldraímyndir. Ég hef kynnt mér reglurnar og það ferli sem fer í gang ef upp kemst um brot