CrossFit er, á mannamáli:

 • SKEMMTILEGRA en hefðbundin líkamsrækt
  • Vegna þess að það er skemmtilegra að æfa í hóp heldur en einn
   • Hvort finnst þér skemmtilegra að fara á djammið ein(n) eða með vinahópnum ?
  • Vegna jákvæða andrúmsloftsins og hópandans
   • Hjá CrossFit Reykjavík  kynnist þú frábæru fólki sem á það sameiginlegt að vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og fá sem mest út úr lífinu
  • Vegna árangursins sem þú finnur strax fyrir og heldur áfram svo lengi sem þú heldur áfram
   • Það er svo gaman að finna aukin styrk og úthald og átta sig á því hvað persónulegu sigrarnir í ræktinni færa manni mikla vellíðan í lífinu
 • VIRKAR betur en hefðbundin líkamsrækt
  • Vegna þess að þú ert með þjálfara sem leiðbeinir þér og hvetur þig áfram
  • Vegna þess að þjálfarateymið er með skipulagt prógram sem miðar að því að þú verðir besta útgáfan af þér
 • FYRIR ALLA, í alvörunni
  • Vegna þess að við aðlögum erfiðleikastig æfinga að þínum eiginleikum. Hvort sem um ræðir þyngdir, magn eða ákefð. Afreksíþróttafólk og byrjendur æfa hlið við hlið og gerir sömu æfingar, það er einungis stigsmunur á erfiðleika.
  • Vegna þess að þú þarft bara að mæta og gera þitt besta og við sjáum um allt hitt

Markmið CrossFit er að auka lífsgæði og heilsu fólks.
– CrossFit skilar iðkendum auknu líkamlegu hreysti á mjög breiðum grunni.
– CrossFit kerfið er hannað með það í huga að allir geti tekið þátt, óháð reynslu eða færni. Þess vegna er það tilvalið fyrir hvern sem er.
– Sömu æfingar eru gerðar af byrjendum og afreksíþróttamönnum, þyngdir, magn og ákefð eru aðlöguð en kerfið helst óbreytt.

CrossFit leggur áherslu á að bæta færni á 10 sviðum almennra líkamlegra eiginleika:
1. Þol – geta líkamans til að safna, vinna úr og flytja súrefni.
2. Þrek/Úthald – geta líkamans til að vinna úr, flytja, geyma og nýta orku.
3. Styrkur – geta vöðva, eða samsetningu af vöðvum til að beita afli.
4. Liðleiki – geta til að hámarka hreyfingu um liðamót.
5. Afl – geta vöðva, eða samsetningu af vöðvum, til að skila hámarks afli á lágmarks tíma.
6. Hraði – geta til að draga úr þeim tíma sem það tekur að endurtaka ákveðna hreyfingu.
7. Samhæfing – geta til að sameina nokkrar mismunandi hreyfingar í eina ákveðna hreyfingu.
8. Snerpa/Fimi – geta til að lágmarka þann tíma sem það tekur skipta frá einni hreyfingu yfir í aðra.
9. Jafnvægi – geta til að stjórna staðsetningu þyngdarmiðju líkamans í tengslum við undirstöðu hans.
10. Nákvæmni – geta til stjórna hreyfingu líkamans í ákveðna átt eða stjórna ákefðinni í hreyfingunni.

CrossFit þjálfun vinnur að bestun á öllum ofangreindum sviðum, sem skilar sér í aukinni færni til að takast á við lífið, bæði við leik og störf

CrossFit = Aukin Lífsgæði – Alla Æfi!

Heilbrigð sál í hraustum líkama, í um 100 orðum

 • Borðaðu
  • Kjöt fisk og egg. Grænmeti og ávexti, hnetur og fræ.
  • Slepptu viðbættum sykri og unninni vöru
  • Reglulega, 3-5x á dag
  • Fjölbreytt, úr öllum flokkum hér að ofan
  • Hóflega/Nóg, til að hafa orku fyrir daglegar athafnir án þess að safna fitu
 • Æfðu, reglulega og af krafti
  • Þolæfingar, ss:
   • Hlaup, Hjól, Róður og Sund
  • Leikfimiæfingar, ss:
   • Hnébeygjur, Armbeygjur, Upphífingar, Handstöður og Klifur
  • Styrktaræfingar, ss:
   • Hnébeygjur, Réttstöðulyftu og Pressur ásamt ólympískum lyftingum (Snörun og Jafnhending)
 • Blandaðu þessum æfingum saman á eins fjölbreyttan hátt og hugmyndaflugið leyfir
 • Hreyfðu þig eitthvað á hverjum einasta degi